Heildarvelta á aðalmarkaði íslensku kauphallarinnar nam 3,6 milljörðum króna í dag. Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um 1,05% og stendur fyrir vikið 2.702,32 stigum.

Gengi bréfa í Skeljungi hækkaði mest allra, um 6,52% í 108 milljóna króna viðskiptum, en gengi bréfanna stóð í 10,29 krónum á hlut í lok dags og hefur ekki verið hærra frá því 7. janúar, þegar það var 10,3 krónur.

Gengi bréfa í Icelandair hækkaði um 2,94% og var 1,75 krónur á hlut í lok dags. Þá hækkaði gengi bréfa í Reitum um 2,64% í viðskiptum dagsins.

Mest lækkaði gengi bréfa í Origo í viðskiptum dagsins, um 1,1%. Gengi bréfa í Sýn lækkaði um 0,83% og bréf í Kviku banka um 0,43%.

Mest var velta með bréf í Arion banka, en viðskipti með bréfin námu 613,3 milljónum. Velta með bréf Icelandair nam 604,5 milljónum og velta með bréf Símans nam 323,4 milljónum.

Velta á skuldabréfamarkaði nam 7,4 milljörðum en veltan var mest með óverðtryggð ríkisskuldabréf með gjalddaga árin 2028 og 2031, samtals um 1,8 milljarðar króna. Þá nam velta með verðtryggt ríkisskuldabréf með gjalddaga árið 2026 um 811 milljónum króna.