Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,28% í dag og stendur í 1.783,16 stigum en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu rúmlega 1,3 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði hins vegar um 0,13% og stendur því í 1.365,00 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu rúmlega 4,2 milljörðum króna.

Mest hækkun var á bréfum HB Granda en þau hækkuðu um 2,62% í viðskiptum upp á ríflega 73 milljónir króna. Bréf útgerðarinnar stóðu því í 33,35 krónum við lokun markaða. Þá hækkuðu bréf Origo um 0,40% í ríflega 26 milljón króna viðskiptum en það var næst mesta hækkun dagsins. Stóðu bréf Origo því í 24,80 krónum í lok dags.

Mest lækkun var hins vegar á bréfum Skeljungs en þau lækkuðu um 1,69% í viðskiptum upp á rúmlega 168 milljónir króna og stóðu í 6,99 krónum þegar viðskiptum lauk. Þá lækkuðu bréf Icelandair um 0,93% í viðskiptum upp á ríflega 132 milljónir króna. Bréf flugfélagsins stóðu því í 16 krónum sléttum við lokun markaða.