Áslaug Magnúsdóttir fjárfestir og stofnandi Moda Operandi vinnur nú að byggingu lúxushótels á jörðinni Svínhólum nærri Höfn í Hornarfirði.

Áslaug hefur einnig átt aðkomu að hugmyndum einkafjárfesta um að efla Hornafjarðarflugvöll og gera hann að alþjóðaflugvelli. „Það eru aðilar sem koma úr flugvallaheiminum sem lýstu yfir miklum áhuga á að vinna að flugvelli þar. Það er eitthvað sem er verið að skoða. En þetta er alveg sérverkefni og aðrir sem eru í því en í hótelverkefninu,“ segir Áslaug.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .