Skuldir fimm stærstu sveitarfélaga landsins fóru vaxandi á milli ára og námu rúmlega fjögurhundruð og fimmtíu milljörðum króna í lok árs 2015. Frá þessu greinir í frétt Fréttablaðsins í dag.

Reykjavíkurborg skuldar tvo þriðju upphæðarinnar, eða 301,6 milljarða króna. Skuldirnar hækkuðu um tæplega tuttugu milljarða milli ára. Skuldahlutfall sveitarfélaganna, skuldir deilt með rekstrartekjum, drógust þó saman í öllum sveitarfélögunum.

Í viðtali Fréttablaðsins segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, skuldastöðuna áhyggjuefni. Segir hann sveitarfélög vera að vinna í skuldastöðum sínum, en það séu þó undantekningar og það sé áhyggjuefni. Hann bendir á að Reykjavíkurborg eigi stóran hluta á hækkun skulda milli ára, en skuldir Reykjavíkurborgar hækkuðu um fjórtán milljarða.

Skuldir á hvern íbúa námu í árslok á bilinu 1,28 milljónir til 2,86 milljónir króna. Skuldir á íbúa voru lægstar á Akureyri en hæstar í Reykjanesbæ. Skuldir á íbúa jukust í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ.