Hreinar skuldir ríkissjóðs námu um áramótin, að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu ríkissjóðs, um 593 milljónum króna um áramótin að því er Morgunblaðið greinir frá.

Hefur skuldin því lækkað um rúma 290 milljarða frá því í desember 2013, og farið úr því að vera 50% af vergri landsframleiðslu í rúmlega 21% af vergri landsframleiðslu. Eins og Bjarni Benediktsson sagði frá í Viðskiptablaðinu eftir áramót er ríkið um þessar mundir að greiða niður síðustu lánin sem tekin voru um og eftir hrun, á 5,5% vöxtum.

Þar má nefna að gjalddagi stórs flokks skuldabréfa að fjárhæð 52 milljarða króna verður 26. febrúar næstkomandi, en í þessu tilviki er um að ræða krónuskuld, sem Bjarni sagði jafnframt að hefði verið dýr lántaka á sínum tíma.

Ef skuldum ríkissjóðs er deilt niður á hvern hinna 355.620 þúsund íbúa sem bjuggu á landinu í lok 3. ársfjórðung síðastliðins, nema þær 1,67 milljónum á hvern. það er töluverð breyting frá ársbyrjun 2013, en þá skiptust umtalsvert meiri skuldir á nokkuð færri íbúa eða 321.857, og námu þær þar með 2,75 milljónum á hvern.