Hlutafé Hvammsvíkur sjóbaða ehf. hefur verið hækkað um 31 milljón króna, að því er kemur fram í tilkynningu til fyrirtækjaskrár. Fyrir hækkun nam hlutafé félagsins einni milljón króna og er hlutafé félagsins því nú 32 milljónir að nafnvirði.

Sjá einnig: Seldist strax upp hjá Skúla í Hvammsvík

Félagið er í eigu athafnamannsins og fyrrverandi eiganda Wow Air, Skúla Mogensen, en hann keypti lóðirnar Hvamm og Hvammsvík í Hvalfirði árið 2011. Skúli vinnur að því að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu og eru sjóböð þar á meðal og auglýsti nýlega eftir starfsfólki fyrir reksturinn.

Þá seldust þrjátíu sumarbústaðalóðir á nokkrum dögum hjá Skúla við Hvammsvík síðasta haust.