Arnorld Scwarzenegger, kvikmyndaleikari og fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, birti á Twitter síðu sinni myndskeið þar sem hann og Emmanuel Macron Frakklandsforseti skutu föstum skotum á Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Í myndbandinu vísar Macron til slagorðs Donald Trump „Gerum Bandaríkin frábær á ný" fyrir forsetakosningarnar síðastliðið haust.

Í myndbandinu greinir Scwarzennegger frá því að hann hafi fundað með Macron um umhverfismál og framtíð jarðarinnar. Bætir Macron við í myndbandinu að nú þurfi að skila árangri í þessum málaflokki til þess að gera „plánetuna frábæra á ný”.

Donald Trump hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir ákvörðun sína um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem er samkomulag ríkja heimsins um að vinna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Sjálfur hefur Macron ekki farið í felur með afstöðu sinnar til ákvörðunar Trump því skömmu eftir tilkynningu Trump bauð hann bandarískum loftslagsvísindamönnum að og setjast þar að. Þá hefur Schwarzenegger látið umhverfismál sig varða og hefur verið duglegur að gagnrýna Trump fyrir afstöðu sína.