Enn liggur ekkert fyrir um útgáfudag skýrslu Seðlabanka Íslands um yfirlit starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) en félaginu var slitið í árslok 2017.

Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins og tekið fram að vinnslan hafi „tafist talsvert“. Upphaflega stóð til að hún kæmi út á árinu 2018 en því var frestað til ársloka 2019. Þegar faraldurinn skall á var vinnan sett á ís og enn ekki ljóst hvort eða hvenær hún birtist.