Samkvæmt skýrslu Hedge Fund Research, hafa fjárfestar dregið allt að 20,7 milljarða dollara út úr vogunarsjóðum í júní. Þó svo að fjárfestar hafi lagt meira inn í þessa sérhæfðu sjóði í maí og apríl, er nettó útflæði á þessum fjórðungi um 10,7 milljarðar Bandaríkjadala.

Minni áhugi hefur ekki verið á vogunarsjóðum síðan á öðrum fjórðungi ársins 2009. Fjárfestar virðast vera óánægðir með árangur sjóðsstjóra og gjöldin sem þeir rukka. Algengt er að vogunarsjóðir taki 2% af peningunum sem koma í stýringu og 20% af hagnaðinum sem þeir skila.

Hreyfingarnar má að stóru leyti rekja til ákvarðana lífeyrissjóða og tryggingafélaga, sem vilja minnka stöður sínar í vogunarsjóðum.