Smáratívolí í Smáralind mun loka í lok febrúar á næsta ári. Smárabíó mun taka yfir hluta af húsnæði þar sem Smáratívólí var áður auk þess að bjóða upp á afþreyingu fyrir hópa á efri hæð hússins. Rekstur barnagæslu verður einnig á þeirra vegum.

Í tilkynningu frá Smáratívolíum eru viðskiptavinir sem eiga inneignakort í Smáratívolí hvattir til að nýta þau fyrir lokun. Eigendur inneignakorta geta einnig notað kortin frá 1. mars í þeim leiktækjum sem Smárabíó mun reka á efri hæð.

Viðskiptablaðið greindi frá því í sumar að félagið Meira fjör ehf., sem sinnt hefur rekstri Smáratívolís hafi tapað 70 milljónum króna á síðasta ári og 56 milljónum króna árið 2016.