Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,22% í dag og endaði í 1,814 stigum.

Gengi bréfa Icelandair og Reginn hf. voru það eina sem hækkaði á markaðnum í dag, eða um 1,27% og 0,53%.

Mest lækkaði gengi bréfa HB Granda um 3,24% í um 392 milljón króna viðskiptum. Þar á eftir kemur TM , en gengi bréfa fyrirtækisins lækkaði um 1,06% í viðskiptum upp á um 62 milljónir króna. Einnig lækkaði gengi bréfa Haga um 0,56% í 11 milljóna króna viðskiptum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmur 1,8 milljarður króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var um 15,4 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,6% í dag í 3,6 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 14,7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 2,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 11,8 milljarða króna viðskiptum.