Þess misskilnings gætir stundum að störf þeirra sem vinna að almannavörnum snúist um að vera „karlinn í brúnni“ og stjórna á neyðartímum,“ segir dr. Sólveig Þorvaldsdóttir, fyrrverandi forstjóri Almannavarna ríkisins, í greinargerð sem hún skilaði inn til starfshóps um viðbrögð við óveðrinu sem gekk yfir Íslandi í desember og er dagsett 14. febrúar.

Þó að greinargerðin hafi verið viðbragð við óveðrinu ríma skrif Sólveigar ágætlega við aðgerðir „karla í brúnni“ víða um heim síðustu daga eftir útbreiðslu kórónuveirunnar. Fjölmörg ríki hafa lokað landamærum sínum jafnvel þótt bæði þarlend heilbrigðisyfirvöld og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi ekki mælt með slíku.

Sólveig segir að þeir sem vinni að almannavörnum sinni fyrst og fremst samhæfingu og að tryggja að kerfið virki eins og það á að virka. „Það eru hinir daglegu stjórnendur sem stjórna líka á neyðartímum. Það er grundvallarregla,“ segir Sólveig. Ef allir séu undirbúnir, vita hvað þeir eiga að gera og viðbrögð séu skipulögð fyrirfram sé mun minni þörf á „stjórnun“ en ella. Bregðist það og fólk viti ekki hvað það á að gera getur verið þörf á a að tilnefna „einhvern karl í brúna“. Sá aðili sé hins vegar ekki til hér á landi sem hafi slíka þekkingu á öllum sviðum viðbragðsaðila. Því skipti mestu að allir séu undirbúnir þegar reyni á almannavarnir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .