Ákvörðun Bankasýslunnar um ráðningu ráðgjafa vegna söluferlis á eignarhlutum ríkisins í Landsbankanum hefur verið frestað um ótilgreindan tíma vegna breytinga á aðstæðum á þingi. Bankasýslan mun endurskoða söluferlið í samráði við stjórnvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Bankasýslunnar.

Ástæða frestunarinnar er sú að frá því að Bankasýslan hóf ferlið hafa orðið breytingar á aðstæðum stjórnvalda. Þá stefnir í að kosningar til Alþingis verði haldnar í haust en ekki í vor. Það þýðir að söluferlið fyrirhugaða verður ekki eins og Bankasýslan lagði upp með í byrjun.

Bankasýslan auglýsti eftir yfirlýsingum frá áhugasömum um mögulegt ráðgjafahlutverk í byrjun árs. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir í viðtali við Viðskiptablaðið að tíminn muni leiða í ljós hvernig framhald söluferlisins mun koma til með að vera.