Þann 22. janúar hófu Heimavellir hf. í samvinnu við Landsbankann söluferli á dótturfélagi Heimavalla hf., Heimavöllum 900 ehf.

Söluferlinu lauk í dag, þann 14. júní 2019 og er niðurstaðan sú að Heimavellir hf. munu ekki taka neinum af þeim tilboðum sem bárust í ferlinu.

Heimavellir hófu endurskipulagningu á eignasafni félagsins þar sem félagið hefur lagt áherslu á að selja stakar eignir og einingar sem falla ekki að stefnu félagsins eins og kynnt var á markaði þann 19. nóvember 2018.

Einn liður þessa verkefnis var endurskipulagning eignasafnsins á Ásbrú og ákvað félagið að selja níu fjölbýlishús á Ásbrú sem tilheyra svokölluðu 900 hverfi.

Um er að ræða 122 íbúðir sem eru að meðaltali 155 fm að stærð og 32 stúdíóíbúðir sem eru ríflega 40 fm hver. Eftir sölu þessa eignasafns mun félagið eiga og reka 583 íbúðir á Ásbrú og er meðalstærð þeirra 98 fm.

Líkt og greint var frá að framan munu Heimavellir ekki taka neinum af þeim tilboðum sem bárust.