Sony stefnir á rafbílamarkaðinn og ætlar að stofna rafbílafyrirtæki næsta vor, Sony Mobility, en þetta kemur fram í frétt hjá Reuters . Sony er meðal stærstu afþreyingarfyrirtækja heims en fyrirtækið er einnig leiðandi í framleiðslu á skynjurum, sem spila mikilvægt hlutverk í sjálfkeyrandi bílum.

Kenichiro Yoshida, forstjóri Sony, kynnti nú á dögunum frumgerð að sportjeppanum VISION-S 02, en bíllinn er byggður á VISION-S 01 sem Sony hóf prófanir á, á opinberum vegum í Evrópu í desembermánuði árið 2020.

Gengi hlutabréfa Sony hækkaði um 4,2% í Tokyo í kjölfar tilkynningar fyrirtækisins um áform sín.