Töluverð samþjöppun hefur orðið í greiðslumiðlun á síðustu árum. Í skýrslu sem McKinsey gaf út síðasta sumar kom fram að kaupverð fyrirtækja á sviði greiðslumiðlunar hefði numið tæplega 100 milljörðum dollara frá ársbyrjun 2018 fram á mitt ár 2019. Samþættingin hefur haldið áfram síðan. Í vikunni var til að mynda tilkynnt um kaup Visa Inc. á fjártæknifyrirtækinu Plaid fyrir 5,3 milljarða dollara.

Þóknanir hafa einnig verið að lækka. Ný lög um þak á greiðslur milligjalda, sem voru samþykkt á Alþingi og byggð á EES tilskipun, setur einnig þrýsting á afkomu kortafyrirtækja. Þá hafa erlendir tæknirisar á borð við Apple, Amazon og Google fært sig í auknum mæli inn á svið greiðslumiðlunar.

Sjá einnig: Tapað tíu milljörðum á tveimur árum

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að þrátt fyrir aukna samkeppni frá tæknirisunum þá byggi þau flest á tækni sem þegar er til staðar. „Þessi fyrirtæki reiða sig á lestarteina Visa og MasterCard sem áratuga reynsla er af; ApplePay er t.d. greiðslugreið með svipuðu sniði og Visa og MasterCard,“ segir Viðar.

„Þótt það séu mjög stórir aðilar á markaði teljum við að það verði áfram syllur sem minni aðilar geti nýtt sér. Við teljum því að það séu tækifæri fyrir sérhæfðari lausnir sem við höfum verið að bjóða upp á. Okkar kerfi standast algjörlega snúning gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. En það hefur gengið misjafnlega vel að byggja upp dreifileiðir inn á markaðina,“ segir Viðar.

N ánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .