Greiningardeild Arion banka spáir 0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs í júní. Síðasta bráðabirgðaspá sem var birt í kjölfar þess að Hagstofan birti verðbólgutölur í lok maí gerði ráð fyrir að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,3%.

Spáir greingardeildin einnig að tólf mánaða taktur verðbólgunar muni hækka um 2,4%. Kemur fram að helstu áhrifaliðir verðbólgunnar í júní séu flugfargjöld og húsnæðisverð.

Einnig kemur fram að bankinn spái því að 12 mánaða taktur fasteignaverðsþróunar sé 5% til hækkunar.

Spána í heild sinni má lesa hér .