Fjármálaþing Íslandsbanka stendur nú yfir með óhefðbundnu sniði vegna heimsfaraldursins, þar sem bankinn kynnir nýja þjóðhagsspá sína auk pallborðsumræðna þar sem Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur bankans, Edda Hermannsdóttir forstöðumaður markaðs-, og samskiptasviðs, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Ásgeir Jónsson ræða stöðuna.

Hægt er að horfa á upptöku af pallborðsumræðunum hér .

Helstu niðurstöður Þjóðhagsspárinnar eru:

  • Hagvöxtur - Spáð er 8,6% samdrætti 2020, 3,1% hagvexti 2021 og 4,7% hagvexti 2022.
  • Utanríkisviðskipti - Útflutningur vöru og þjónustu minnkar um 27,2% á árinu og innflutningur um 16,3%. Viðskiptahalli nemur 1,1% af landsframleiðslu en afgangur verður á næsta ári.
  • Verðbólga - 2,7% verðbólga að meðaltali árin 2020 og 2021 en 1,9% 2022.
  • Vinnumarkaður - 7,8% meðaltalsatvinnuleysi í ár. 7,6% 2021 og 4,7% 2022.
  • Vextir - Stýrivextir verða óbreyttir í 1,0% fram á næsta ár en hækka hægt og bítandi samhliða efnahagsbata. Langtímavextir áfram lægri en undanfarna áratugi.
  • Krónan - Þegar rofar til hjá útflutningsgreinum eru líkur á nokkurri styrkingu krónunnar.