Samhliða aukinni umferð um Keflavíkurflugvöll hefur eftirspurn eftir eldsneyti fyrir millilandaflug aukist verulega. Aftur á móti hefur þróunin í innanlandsflugi verið þveröfug, enda hefur farþegum fækkað um allt að 2% á ári undanfarinn áratug.

Samkvæmt skýrslu orkuspárnefndar fóru um 9 þúsund tonn af þotueldsneyti í innanlandsflug um aldamótin. Gert er ráð fyrir að notkunin verði 6 þúsund tonn í ár og er því spáð að árleg eftirspurn haldist nánast óbreytt fram til ársins 2050.

Orkuspárnefnd telur að innanlandsflug aukist í takt við fólksfjölgun, en flugvélar verða að öllum líkindum sparneytnari með tímanum.