Greiningaraðilar á sviði verslunar í Bandaríkjunum spá því að sala yfir hátíðirnar þar í landi muni aukast um 4,3 - 4,8%. Þetta kemur fram á vef Reuters . Gert er ráð fyrir að sterk staða efnahagslífsins muni valda þeirri aukningu.

Undanfarin fimm ár hefur aukning í sölu yfir hátíðirnar verið að meðaltali um 3,9%. Greiningaraðilar spá því að á síðustu tveimur mánuðum ársins verði salan verði á milli 717,45 milljarðar og 720,89 milljarðar Bandaríkjadollarar, ef bíla- og bensín kaup og sala á veitingastöðum eru ekki tekin með í reikninginn.

Spáin sem er á vegum verslunargreiningar í Bandaríkjunum er eitt helsta viðmið sem notað er til að spá fyrir um vænta sölu yfir hátíðirnar.