Sakborningarnir tveir í svokölluðu Aserta-máli, Gísli Reynisson og Karl Löve Jóhannsson, sem síðar voru sýknaðir af öllum ákærum, voru dæmdar skaðabætur í Landsrétti í dag.  Dómurinn snýr við niðurstöðu Héraðsdóms og hækkar bæturnar sem eru 2,5 milljónir króna í hvoru máli.

Samkvæmt dómi Landsréttar hafi saksóknari ekki getað skýrt ástæður mikillar seinkunnar á rannsókn málsins, en sakborningarnir voru grunaðir í sex ár, auk þess sem fasteignir þeirra og ökutæki voru kyrrsett í allt að fimm ár.