Stærsti lífeyrissjóður heims birti í morgun bestu afkomutölur sínar í tvö ár, en um er að ræða japanska ríkisslífeyrissjóðinn. Nam vöxturinn á uppgjörsárinu, sem endaði 31. mars síðastliðinn, 5,9% eða sem nemur 7.900 milljörðum japanskra jena. Umreiknað gróflega yfir í íslenskar krónur nemur vöxturinn 7.346 milljörðum króna á þessu eina ári.

Heildarstærð sjóðsins er nú í sögulegu hámarki, eftir að ríkisskuldabréf hafa lækkað í verði en hlutabréf heima og erlendis hafa hækkað í verði, og nemur heildarstærð sjóðsins 144.900 milljörðum jena. Um er að ræða mikinn viðsnúning frá síðasta ári sem sýndi verstu niðurstöðu síðan fjármálakrísan reið yfir að því er Bloomberg fréttastofan greinir frá.

Ákvað sjóðurinn árið 2014 að breyta fjárfestingarstefnu sinni frá skuldabréfum og yfir í hlutabréf í meira mæli, en meira en 80% af fjárfestingum þeirra eru í hlutabréfum fylgja hlutabréfavísitölum.