Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti uppbyggingaráform íbúða í Reykjavík á opnum fundi í Ráðhúsinu í síðustu viku. Í erindi Dags kom fram að stærsta einstaka uppbyggingarsvæðið verði á Ártúnshöfða.

Á Höfðanum hefur verið bæði þungur og léttur iðnaður en svæðið er nú skipulagt sem blönduð byggð íbúða og atvinnustarfssemi en þar er gert ráð fyrir 5.000 íbúðum.

Ráðgert er að byggðar verði 2.000-3.000 íbúðir í fjölbýli í fyrsta áfanga. Deiliskipulag verður tilbúið á næsta ári og fyrstu húsin geta því risið eftir þrjú ár.

Næststærsta uppbyggingarsvæðið er 600 íbúðir á Frakkastíg og byggingarleyfi hefur verið gefið út. Hlíðarendasvæðið er jafn stórt og þar er deiliskipulag tilbúið. Á aðeins sex svæðum er gert ráð fyrir 500 íbúða byggð eða meira og líklegt er að byggt verði á næstu fimm árum.

Þungaiðnaður fer

Þungaiðnaður er þegar á leið af svæðinu. Björgun mun flytja innan þriggja ára, Ísaga, sem hefur rekið súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju, er að byggja nýja verksmiðju á Vatnsleysuströnd og Malbikunarstöðin Höfði, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, mun flytjast af svæðinu.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .