Stærstu fyrirtæki Norðurlandanna eru með starfsemi um heim allan. Áfram heldur niðurtalning um stærstu fyrirtæki landanna. Einungis tvö þeirra voru stofnuð eftir árið 1930, Equinor og H&M. Sex af fyrirtækjunum eru sænsk, tvö norsk, eitt finnskt og eitt danskt.

Sjá einnig: Stærstu fyrirtæki Norðulandanna 6-10

1. Equinor

Norska ríkisolíufyrirtækið Equinor, er langsamlega stærsta fyrirtæki Norðurlandanna hvort sem horft er á tekjur eða hagnað. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári var 50% hærri en hinna níu fyrirtækjanna á listanum samanlagt. Nafni fyrirtækisins var breytt á síðasta ári úr Statoil í Equinor. Nafnið samanstendur af equi sem stendur fyrir jöfnuð og nor, skammstöfun fyrir Noreg.

  • Velta: 8.626 milljarðar
  • Hagnaður: 2.182 milljarðar
  • Starfsmenn: 20 þúsund
  • Stofnað: 1972

Volvo
Volvo
© epa (epa)

2. Volvo AB

Volvo AB er einn stærsti framleiðandi heims á vörubílum, rútum og vinnuvélum auk þess að framleiða vélar fyrir skip, báta og verksmiðjur. Sá hluti Volvo sem framleiðir fólksbíla var seldur út úr samstæðunni til Ford árið 1999. Fyrirtækið er með verksmiðjur í 18 löndum.

  • Velta: 4.868 milljarðar
  • Hagnaður: 316 milljarðar
  • Starfsmenn: 105 þúsund
  • Stofnað: 1927

Mærsk Mc-Kinney Møller.
Mærsk Mc-Kinney Møller.

3. A.P. Møller – Mærsk A/S

Hin risavaxna fyrirtækjasamstæða A.P. Møller – Mærsk hefur verið starfandi frá árinu 1904. Mærsk er stærsta skipaflutningafyrirtæki heims en floti félagsins ber um 18% af flutningsgetu allra gámaflutningaskipa heimsins. Félagið hefur einnig verið stórtækt á sviði olíuvinnslu frá því að það fékk vinnsluréttindi í Norðursjó þegar olía fannst

  • Velta: 4.229 milljarðar
  • Hagnaður: 349 milljarðar
  • Starfsmenn: 80 þúsund
  • Stofnað: 1904

Volvo
Volvo
© Aðsend mynd (AÐSEND)

4. Volvo Car Group

Fyrsti Volvo bílinn var framleiddur árið 1927. Ford keypti fyrirtækið út úr Volvo samstæðunn árið 1999 en seldi það árið 2010 til kínverska bílaframleiðandans Geely. Fyrirtækið ætlar sér að verða kolefnishlutlaust frá árinu 2040.

  • Velta: 3.147 milljarðar
  • Hagnaður: 122 milljarðar
  • Starfsmenn: 38 þúsund
  • Stofnað: 1927

© epa (epa)

5. Nokia

Nokia var stofnað árið 1865 og hefur í gegnum árin sinnt ýmsum iðnaði. Fyrirtækið var stærsti framleiðandi farsíma í heiminum um síðustu aldamót en varð undir í baráttunni um snjallsímana. Microsoft keypti farsímahluta Nokia árið 2010 en það er enn stórtækt í framleiðslu á ýmsum sviðum fjarskipta. Umsvif Nokia nema 1-2% af landsframleiðslu Finnlands.

  • Velta: 2.882 milljarðar
  • Hagnaður: 162 milljarðar
  • Starfsmenn: 103 þúsund
  • Stofnað: 1865

Nánar er fjallað um málið í bókinni 300 stærstu . Hægt er að kaupa eintak af bókinni hér .