Ólafur Örn Nielsen framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisns Kolibri fjallar um samkeppnina milli greiðslulausnanna Aur og Kass í pistli á síðu sinni.

Ólafur segir að þetta sé í fyrsta sinn eru tvær algjörlega stafrænar vörur berjast um nýjan markað hér á landi og  báðar sæki þær fram af miklum krafti.

Aur er í eigu fjarskiptafyrirtækisins Nova en Kass er í eigu Íslandsbanka. Nova fór því inn á svið sem hefðbundnir bankar hafa setið að hingað til.

Ólafur segir í pistli sínum:

Þetta er hinn nýi stafræni veruleiki þar sem mörkin á milli markaða verða sífellt óljósari. Það skiptir ekki máli hvort þú ert banki, fjarskiptafyrirtæki eða tryggingafélag — samkeppnin getur komið úr öllum áttum.

Í síðustu viku fjallaði pistlahöfundurinn Óðinn um hvernig snjallsímaforritið Uber hefur umbyllt leigubílamarkaðnum í stórborgum Bandaríkjanna, Bretlandi, Frakklandi og víðar.