Starbucks mun hætta allri notkun plaströra fyrir árið 2020. Þar með bætist kaffiframleiðandinn í hóp hinna fjölmörgu fyrrirtækja sem hyggjast hætta að nota plaströr. Þetta kemur fram á vef Guardian .

Fyrirtæki sem hafa lýst því yfir eru meðal annars McDonald´s og Dunkin´ Donuts. Viðskiptablaðið hefur greindi frá því fyrir skömmu að sænski verslunarkeðjan Ikea hyggðist hætta notkun á plaströrum.

Fyrirtækið hefur einnig gefið út að í kjölfar þess að plaströrin verði tekin úr umferð muni plast lokin fylgja á eftir.

Fram kemur í fréttinni að þó svo að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað á skaðsemi plaströra fyrir sjávarlífið þá eru þau aðeins um 4% af heildarplastrusli sem fer í hafið.