Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um rekstur og þjónustu nýs sjúkrahótels sem verið er að byggja á lóð Landspítala við Hringbraut. Formaður starfshópsins verður Þorkell Sigurlaugsson

Samkvæmt skipunarbréfi á hópurinn að skilgreina kjarnaverkefni nýs sjúkrahótels með áherslu á aukna þjónustu við sjúklinga. Við vinnuna skal hópurinn leita fyrirmynda hjá öðrum Norðurlandaþjóðum þar sem lög reynsla er að rekstri sjúkrahótela, s.s. Noregi og Svíþjóð. Starfshópurinn á m.a. að skoða þætti sem snúa að gjaldtöku, greiðsluþáttöku sjúkratrygginga, kröfur til þjónustu. Einnig á hann að skoða og bera saman ávinning af ólíkum rekstrarformum og hvernig þau falla að þeim markmiðum sem að er stefnt með rekstri sjúkrahótelsins.

Hópurinn á að skila af sér greinargerð um efnið fyrir 1. apríl 2016.

Sjúkrahótelinu er ætla að nýtast sjúklingum í kjölfar útskriftar sem liður í frekari endurhæfingu og bata.