Skrifstofa saksóknara í Stuttgart tilkynnti um það í dag að starfsmenn þýska bílaframleiðandans Porsche AG, og dótturfyrirtækis þess í Bandaríkjunum væru til rannsóknar vegna gruns um svik og falska auglýsingu á útblástursstöðlum. Um er að ræða nýjasta skrefið í víðtækum rannsóknum vegna útblástursmála eftir að Wolkswagen, sem á Audi VW og Porsche vörumerkin, viðurkenndi að hafa svindlað á dísilútblástursprófunum árið 2015.

Saksóknarinn Jan Holzner sagði grundvöll vera fyrir því að gruna starfsmenn Porsche um svik og falska auglýsingu, þó hann neitaði að gefa upp frekari upplýsingar um rannsóknina. Porsche fyrirtækið segist vinna með yfirvöldum og að hafa haft samband við saksóknaraembættið að fyrra bragði, en ólöglegur hugbúnaður hefur fundist í VW, Audi og Porsche bílum sem hafa dísilvélar.

Sumar gerðir Porsche eru með 3 lítra vélar frá Audi, en saksóknararnir eru með aðra rannsókn á Audi vegna hönnunar þeirra á vélinni. Í síðustu viku fangelsuðu yfirvöld Giovanna Pamio, starfsmann Audi vegna gruna um að hafa brotið á sér að því er Reuters greinr frá.

Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa einnig beðið um að fá hann framseldan vegna ásakana um að hafa stýrt því að starfsmenn Audi hönnuðu hugbúnaðinn sem gat leyft fyrirtækinu að svindla á útblástursprófunum Bandarískra yfirvalda.