Flugvöllurinn við Kastrup í Danmörku hefur lengi verið fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda. Nú hefur farþegunum hins vegar fækkað ört vegna kórónuveirukreppunnar og stjórnendur flugvallarins gera ráð fyrir að umferðin muni ekki ná fyrri hæðum í bráð að því er Túristi greinir frá .

Nú verður 650 af um 2600 starfsmönnum flugvallarins sagt upp störfum samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu. Það þýðir í raun að fjórðungur starfsfólksins missir vinnuna.

Í fyrra fóru þrjátíu milljónir farþega um Kaupmannahafnarflugvöll eða fjórum sinnum fleiri en um Leifsstöð.