Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, keypti fyrr í dag 63.052 hluti í Arion banka á genginu 79,3 krónur. Umrædd viðskipti námu því rétt rúmlega 5 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallarinnar.

Í kjölfar viðskiptanna á Stefán alls 269.647 hluti í bankanum og miðað við gengi bréfa bankans þegar þetta er skrifað, nemur heildarverðmæti hluta Stefáns um 21,5 milljónum króna.

Stefán tók tímabundið við bankastjórastöðunni þegar Höskuldur H. Ólafsson lét af störfum undir lok aprílmánaðar.