Stjórn Arion banka hefur hafið undirbúning að ráðningu nýs bankastjóra. Stjórnin hefur falið Stefáni Péturssyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Arion banka, að gegna starfi bankastjóra um sinn, eða frá 1. maí 2019 og þar til stjórn hefur ráðið bankastjóra til frambúðar.

Stefán hefur verið fjármálastjóri Arion banka síðan í ágúst 2010, en hann er með MBA gráðu frá Babson College í Massachussets frá árinu 1991 og cand. oecon gráðu frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 1986.

Árið 1991 gekk hann til liðs við Landsvirkjun, og varð hann fjármálastjóri þar árið 2002. Árið 2008, meðan hann var tók sér hlé frá störfum fyrir Landsvirkjun, var hann framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins HydroKraft Invest hf.

Frá 1986 til 1989 hafði hann starfað sem framkvæmdastjóri hjá Hafrannsóknarstofnun, en í dag er hann stjórnarmaður hjá Landsfestum hf. og hjá Valitor, auk starfa fyrir SFF.