Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt að hefja einkavæðingarferli Air India sem hefur verið í eigu ríkisins frá árinu 2012. Fyrirtækið er gífurlega skuldsett og hefur átt í töluverðum rekstrarvandræðum vegna samkeppni frá lágfargjalda flugfélögum. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Stjórnvöld á Indlandi Air India hafa verið að leita leiða til þess að einkavæða Air India eftir að ríkið þurfið að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti árið 2012. Björgunaraðgerðin kostaði indverska skattgreiðendur um 5,8 milljarða dollara. Greindi fjármálaráðherra Indlands, Arun Jaitley frá því að ríkisstjórn landsins hefði samþykkt áform um að selja flugfélagið.

Stofnuð verður nefnd sem mun ákveða hvernig einkavæðingin muni fara fram. Taka þarf ákvörðun um hversu stór hlutur ríkið muni selja. Einnig þarf að ákveða hvort ríkið muni afskrifa 8 milljarða skuldir félagsins.

Air India var eitt sinn eina flugfélag Indlands en hefur tapað markaðshlutdeild til nýrra fyrirtækja á flugmarkaði. Fyrirtækið hefur einnig orðið fyrir barðinu á því að félagið hefur haft orðspor á sér fyrir lélega þjónustu og aflýsinga á flugferðum. Þrátt fyrir það er félagið stærsta flugfélag Indlands með tæplega 20% markaðshlutdeild.