Íslenska stefnumótaforritið Smitten hefur sótt 2,7 milljónir dollara, um 334 milljónir króna, í sprotafjármögnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Northstack .

Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir eru stofnendur forritsins en það stefnir nú á markað í Evrópu. Áætlað er að forritið fari á markað í Skandinavíu í lok ágúst eða í byrjun September.

Síðan að fjármögnuninni lauk hefur fyrirtækið ráðið til sín sjö nýja starfsmenn og eru þeir nú 10 talsins .Þá hafa Heini Zachariassen, framkvæmdastjóri Vivino, og Joe Bond, fjárfestir hjá PROfounders gengið til liðs við stjórn fyrirtækisins af hálfu nýrra fjárfesta.

Forritinu var hleypt af stokkunum á síðasta ári en það beinir einna helst sjónum sínum að fólki fæddu eftir árið 1996, hinni svokölluðu Z-kynslóð.