Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur greint nánustu aðstoðarmönnum sínum í Hvíta Húsinu frá því að Stephen Bannon, aðalráðgjafi forsetans verði látinn taka pokann sinn. Þetta kemur fram í frétt New York Times sem birtist fyrir skömmu.

Ekki liggur fyrir hvenær Bannon mun láta af störfum. Brotthvarf Bannon kemur í kjölfarið á deilum hans við aðra starfsmenn Hvíta hússins og fjölskyldumeðlimi forsetans sem hafa staði yfir síðustu mánuði. Þá hafa viðbrögð forsetans við atburðunum í Charlottesville einnig sitt að segja um brottreksturinn.