Tilkynning í Kauphöll greinir frá því að Kjartan Örn Sigurðsson, stjórnarmaður í Skeljungi, hafi fest kaup á hlutabréfum í félaginu fyrir eina milljón króna.

Tilkynningin er um viðskipti fruminnherja og þar kemur fram að Kjartan Örn hafi keypt 114.000 hluti á genginu 8,74 og að lokauppgjör viðskiptanna verði 28. maí nk., en fyrir átti Kjartan engan hlut í félaginu.

Kjartan Örn gaf kosta á sér til endurkjörs á aðalfundi Skeljungar sem haldinn verður á mánudaginn í næstu viku. Kjartan komst hins var ekki á lista tilnefningarnefndar.

Kjartan Örn er framkvæmdastjóri SRX ehf. og framkvæmdastjóri Verslanagreingar ehf. Áður hefur hann gengt stöðu forstjóra Egilsson hf. og framkvæmdastjóra Strax í Evrópu.