Í uppgjöri írska flugfélagsins Ryanair fyrir apríl, maí og júní sem félagið sendi frá sér í morgun kemur fram að afkoma Ryanair á síðasta ársfjóðungi hefi verið neikvæð um 185 milljónir evra sem samsvarar 29 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra skilaði félagið hins vegar 38 milljarða króna hagnaði. Túristi greindi fyrst frá .

Þar segir að ársfjórðungurinn hafi verið sá mest krefjandi í 35 ára sögu Ryanair og skrifast það á ástandið sem Covid-19 hefur valdið. Horfurnar eru líka heldur dökkar og óttinn við aðra bylgju faraldursins nú í haust er þannig helsta áhyggjuefni stjórnenda þessa umsvifamesta lágfargjaldaflugfélags Evrópu samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Af þeim sökum gefur Ryanair ekki út neina afkomuspá fyrir rekstrarárið sem byrjaði 1. apríl og stendur til 31.mars á næsta ári.