Stjórn Símans hf. hefur borist erindi frá Stoðum hf. þar sem þeim tilmælum er beint til stjórnar að boðað verði til hluthafafundar þar sem efnt verði til stjórnarkjörs. Telur félagið að vegna verulegra breytinga sem orðið hafa á eignarhaldi Símans hf. undanfarið sé rétt að umboð stjórnar verði endurnýjað og kosin verði ný stjórn.

Stoðir hf. eiga 1.200.000.000 hluti í Símanum hf. sem nemur 12,97% af útgefnu hlutafé félagsins og 13,63% af atkvæðabæru hlutafé, þegar tekið hefur verið tillit til fjölda eigin bréfa félagsins í lok 11. október 2019.

Í hlutafélagalögum segir að boða skuli til hluthafafundar ef hluthafar, sem ráða yfir minnst 5% hlutafjárins, krefjast þess skriflega og greina frá fundarefni og þá innan 14 daga.

Samkvæmt samþykktum Símans hf. skal boðað til hluthafafundar minnst þremur vikum fyrir fund og lengst fjórum vikum fyrir fund. Stjórn félagsins segir í tilkynningu að hún muni nú undirbúa boðun hluthafafundar.