Núverandi fríverslunarviðræður milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um Trans-Atlantic Trade and Investment Partnership (TTIP) ætti að stöðva og hefja aðrar alveg frá byrjun, segir ráðherra utanríkisverslunar í Frakklandi, Matthias Fekl.

Enginn stuðningur við viðræður

„Það er enginn stuðningur í frönskum stjórnmálum við þessar viðræður," og „Frakkland vill láta stöðva viðræðurnar,“ sagði Fekl á útvarpsstöðinni RMC.

Sagði hann að hluti af vandanum væri viðhorf Bandaríkjamanna.

„Bandaríkjamenn gefa ekkert eftir, eða bara brauðmola...þannig eru ekki viðræður gerðar milli bandamanna,“ sagði Fekl. „Við þurfum skýra og ákveðna stöðvun á viðræðunum svo við getum byrjað þær á ný á betri grunni.“

Frakkland vill stöðva TAFTA og TTIP

Á twitter skrifaði hann að Frakkland „krefðist þess að stöðva TAFTA [Transatlantic Free Trade Area] og TTIP.“

Sagði hann að frönsk stjórnvöld myndu viðra þessa skoðun sína á ESB fundi ráðherra utanríkisverslunar í Bratislava í Slóvakíu í September.

Orð Fekl koma í kjölfar þess að efnahagsmálaráðherra Þýskalands, Sigmar Gabriel, sagði að viðræðurnar hefðu siglt í strand.