„Stjórnvöld þurfa að grípa til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við sjálfvirkum hækkunum á slíkum gjöldum [fasteignagjöldum] og leita annarra, sanngjarnari og hóflegri leiða og aðferða en fasteignamats til grundvallar skattheimtu og álagningar gjalda.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í sameiginlegri ályktun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, sem kynnt var á fundi samtakanna um fasteignagjöld núna í morgun. Greint er frá ályktuninni á vef FA þar sem jafnframt segir:

„Slíkar álögur á fasteignaeigendur hafa farið sífellt og mikið hækkandi undanfarin ár og verulegar hækkanir eru í pípunum og fyrirsjáanlegar á ári komandi. Staðreyndir og tölur tala sínu máli og staðfesta það óyggjandi.“