John Schattner, stofnandi og fyrrum stjórnarformaður pizzukeðjunnar Papa John's, hefur stefnt fyrirtækinu þar sem að hann vill fá aðgengi að gögnum sem tengjast brotthvarfi hans frá fyrirtækinu. Frá þessu er greint á vef BBC .

Schattner sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að hafa beðist afsökunar á að hafa sagt n-orðið á fundi.

Lögmenn Schattners vilja komast yfir þessi gögn vegna „óútskýrðrar og óhóflegrar" framkomu fyrirtækisins í garð Schattner.

Papa John's hafa lýst því yfir að fyrirtækið sé sorgmætt og vonsvikið með kæruna.

Schattner hefur verið andlit Papa John's en fyrirtækið hefur gefið það út að andlit Schattner verði fjarlægt af einkennismerki fyrirtækisins.