Stofnendur, framkvæmdastjórar og fyrrum starfsmenn stefnumótasmáforritsins Tinder hafa stefnt smáforritunum IAC/InterActiveCorp og Match Group Inc. Þetta kemur fram í frétt á vef Bloomberg .

Málið var höfðað fyrir dómstólum í New York en stefnendur halda því fram að INC og Match Group hafi svindlað á fyrirtækinu með því að nota rangar, misvísandi og ófullkomnar fjárhagsupplýsingar til að komast hjá því að greiða skuldir sínar til Tinder. Í kjölfarið lækkaði hlutabréfaverð í Match Group um 3,8%.

Tinder hefur orðið hluti af stefnumótamenningu þúsaldarkynslóðarinnar en búist er við að tekjur fyrirtækisins árið 2018 verði 800 milljónir bandaríkjadollarar. Þá hafa tekjur fyrirtækisins vaxið um 136% milli ára og fer notendum stefnumótasmáforritsins fjölgandi.