Stærsta sjóðstýringarfélag Noregs, Storebrand, hefur ákveðið að markaðssetja fjóra sjóði á Íslandi að því er greint frá á Vísi . Storebrand er með yfir 70 milljarða evra eða sem nemur 8.500 milljörðum íslenskra króna í stýringu.

Forsvarsmenn félagsins munu koma hingað til lands í lok mánaðarins og funda með fulltrúum lífeyrissjóða, tryggingafélaga og verðbréfasjóða. Auk þess verða með í för hópur norskra fjárfesta og viðskiptavina Storebrand sem mun heimsækja íslensk fyrirtæki og skoða fjárfestingartækifæri.

Samkvæmt Jan Erik Saugestad, forstjóra eignastýringarhluta Storebrand var aflétting fjármagnshafta og nýlegt lagaákvæði sem skyldar íslenska lífeyrissjóði til þess að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfesting markaðstækifæri fyrir Storebrand.

Storebrand fjárfestir ekki í fyrirtækjum sem vinna eða selja jarðefnaeldsneyti og eiga ekki eignir með hátt kolefnisfótspor.