Rannsóknir benda til þess að störfum í Bandaríkjunum hafi fjölgað umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir í júní. Samkvæmt tölum Bandaríska Atvinnuvegaráðuneytisins urðu til um 222.000 störf í landinu í júni en þar að auki sköpuðust fleiri störf í apríl og maí en gert hafði verið ráð fyrir. Fréttaveitan BBC greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Þrátt fyrir þessa aukningu og að hlutfall atvinnulausra sé lágt á Bandarískan mælikvarða hafa laun ekki hækkað í samræmi við breyttar aðstæður á mörkuðum.

Meðallaun í landinu hækkuðu um 2,5% á milli ára og segja þarlendir sérfræðingar að innistæða sé fyrir frekari hækkunum á komandi misserum. Hagfræðingar spá því að laun munu koma til með að hækka samhliða minnkandi atvinnuleysi.