Stýrivextir í Bandaríkjunum haldast óbreyttir. Miðað við langtímaspár er enn talið að vextir muni hækka á þessu ári en vegna viðvarandi óvissu virðist bankinn vilja stíga varlega til jarðar. Fjárfestar telja þó afar líklegt að vextir verði hækkaði í lok ársins.

Í júní var einnig ákveðið að halda þeim óbreyttum, aðalega vegna hægari vaxtar nýrra starfa í landinu og vegna óvissu á heimsmörkuðum.

Stýrivextirnir eru nú á bilinu 0,25 - 0,5% líkt og þeir hafa verið síðan þeir voru hækkaðir frá nálægu núlli í desember.

Markaðir vestanhafs hafa hækkað við ákvörðunina. Janet Yellen, seðlabankastýra Bandaríkjanna, mun tala við fréttamenn klukkan 18:30.