Seðlabanki Englands ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25%. Þrátt fyrir það er talið líklegt að þeir muni lækka þá seinna meir. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þessi ákvörðun peningamálanefndar Seðlabankans þar á landi kom ekki á óvart. En stýrivextir í Bretlandi hafa aldrei verið lægri.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að efnahagurinn standi betur en búist var við í kjölfar úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í seinasta mánuði lækkaði Seðlabankinn stýrivexti úr 0,5% niður í 0,25%.