Peningastefnunefnd Englandsbanka tilkynnti fyrr í dag að stýrivextir verði áfram óbreyttir. Nefndin var þó ekki sammála en þrír af átta nefndarmönnum vildu hækka stýrivexti til að bregðast við aukinni verðbólgu í landinu.

Verðbólga í Bretlandi mælist nú 2,9% og þar með 0,9 prósentustigum fyrir ofan verðbólgumarkmið Englandsbanka um 2% verðbólgu á ársgrundvelli.

Í yfirlýsingu sem peningastefnunefndin gaf frá sér kom fram að búist er við því að verðbólga fari yfir 3% næsta haust og muni haldast yfirverðbólgumarkmið til lengri tíma. Segir nefndin að ástæða aukinnar verðbólgu megi rekja til veikara gengi pundsins sem að ýti verði á vörum upp.

Gengi breska pundsins styrktist lítillega eftir að stýrivaxtaákvörðunin var tilkynnt á meðan hlutabréfavísitalan FTSE 100 lækkaði um rúmlega 1%.