Velta Kauphallarinnar í dag nam 603 milljónum króna en yfir 93% veltunnar var með bréf Brims, Marels og Arion banka. Hlutabréf allra annara félaga voru með lægri en 20 milljóna veltu.

Brim hækkaði um 1,82% í 316 milljóna króna viðskiptum og standa bréf félagsins nú í 39,25 krónum á hlut. Brim tilkynnti í gær um 85 milljóna evra fjárfestingu í grænlenska fyrirtækinu Arctic Prime Fisheries ApS.

Bréf Marels lækkuðu um 1,27% í 169 milljóna króna veltu en þau standa nú í 697 krónum á hlut. Gengi Arion banka stóð óbreytt í 66,9 krónum á hlut í 78 milljóna króna viðskiptum.

Um 3,1 milljarðs króna velta var á skuldabréfamarkaðnum. Mesta veltan í flokknum RIKB 26 0216 eða um 692 milljónir en ávöxtunarkrafa flokksins hækkaði um 5 punkta og stendur nú í -0,23%.