Hagnaður félagsins fyrir árið 2018 nam 5,8 milljónum króna samanborið við 3,7 milljónir árið áður, það gerir um 56% hækkun á milli ára. Rekstrartekjur félagsins jukust úr 108,6 milljónum króna í 161 milljón eða um 48% milli ára.

Á sama tíma jukust gjöld félagsins úr 104,5 milljónum í 154 milljónir sem gerir 48% hækkun en þar af hækkaði kostnaðarverð seldra vara mest, úr 57 milljónum í um það bil 100 milljónir króna.

Eignir félagsins námu 79 milljónum samanborið við 82 milljónir árið áður. Þar af lækkuðu vörubirgðir úr 66,3 milljónum króna í 58 milljónir en handbært fé jókst um 35%, úr 12,7 milljónum í 17,2 milljónir.

Eigið fé jókst um 10% á milli ára, úr 60,6 milljónum í 66,5 milljónir. Á sama tíma lækkuðu skuldir félagsins úr 21 milljón í 12 milljónir króna eða um 43%. Eiginfjárhlutfall félagsins hefur því hækkað úr 74% upp í 85%.

Stjórnarmenn félagsins eru tveir, þeir Þorbergur Guðmundsson og Úlfar Schaarup Hinriksson. Suzuki-bílar hf. er eini eigandinn. Félagið leggur til að ekki verði greiddur út arður til hluthafa á árinu 2019.