Þegar meðaleyðsla hvers ferðamanns miðað við kortaveltu er skoðuð kemur í ljós að á fyrstu níu mánuði ársins eyddi hver þeirra 123.800 krónum, samanborið við 116.800 krónum á sama tímabili í fyrra. Reiknað á verðlagi þessa árs eyddi hver ferðamaður í 118.500 krónum í fyrra. Þetta þýðir að á milli ára hefur eyðslan aukist um 5.300 krónur milli ára eða um 4%. Verðmætustu ferðamennirnir, í þessu tilliti, eru Svisslendingar en þeir eyða að meðaltali 203 þúsundum króna hver. Rússar eyða næst mest eða 170 þúsund krónum hver.

eyðsla ferðamanna
eyðsla ferðamanna

Bandarískir ferðamenn skera sig nokkuð úr. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs eyddi hver þeirra 155 þúsund krónum að meðaltali hér á landi en á sama tímabili í fyrra eyddi hver bandarískur ferðamaður 122 þúsund krónum. Á milli ára hefur eyðslan því aukist um 33 þúsund krónur eða 27%. Hlutfallslega hefur aukningin er aukningin samt einn meiri hjá kínverskum ferðamönnum. Á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra eyddi hver þeirra 41 þúsund krónum að meðaltali en á sama tímabili á þessu ári nemur eyðslan 55 þúsund krónum. Aukningin nemur því 34%. Til að setja þessar tölur í eitthvað samhengi er ágætt að taka fram að aukningin er ekki svona mikil hjá neinum öðrum þjóðernum. Þriðja mesta aukningin er hjá breskum ferðamönnum en eyðsla þeirra jókst um 8% milli ára.

Eins og sjá má er eyðsla kínverska ferðamanna aðeins brot af meðaleyðslu hvers ferðamanns, eða 55 þúsund krónur á meðan hver erlendur ferðamaður eyðir að meðaltali tæplega 124 þúsund krónum. Svipaða sögu er að segja af japönskum ferðamönnum. Það sem af er þessu ári hafa þeir eydd að meðaltali 49 þúsund krónum hver. Viðskiptablaðið hafði samband við Emil B. Karlsson, forstöðumanns Rannsóknarseturs verslunarinnar í Háskólanum í Bifröst, til að reyna að fá skýringar á þessu. Emil segir að líklegasta skýringin sé sú að ferðamenn frá Japan og Kína kaupi pakkaferðir, þar sem gisting, matur og ferðir eru borgaðar fyrir fram. Greiðslurnar koma því ekki fram í kortaveltu hérlendis.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .