Nýverið gaf Alþjóðabankinn (The World Bank) um hvernig verg landsframleiðsla í heiminum skiptist árið 2015. Í kjölfarið tóku tölfræðigúru hjá kostnaðarupplýsinga vefsíðunni (e. cost information website) How Much saman tölfræðina og setti upp á myndrænan hátt. Þá er hægt að sjá glögglega hvernig alþjóðahagkerfiskökunni er skipt.

Bandaríska hagkerfið er það langstærsta í heiminum og er 24,32% af heimshagkerfinu. Það er um það bil jafn stórt og hagkerfi Japans, Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Indlands, Ítalíu Brasilíu og Kanada, samanlagt.

Verg landsframleiðsla í Bretlandi er enn sú næstmesta í Evrópu eða 3,85% af vergri landsframleiðslu í heiminum. Það verður áhugavert að sjá hvernig staðan verður eftir að landið gengur úr Evrópusambandinu. Stærstu þrjú ríki Afríku þegar kemur að vergri landsframleiðslu, S-Afríka, Egyptaland og Nígería, eru einungis með 1,5% af vergri landsframleiðslu í heiminum og fjögur stærstu ríkin í Suður Ameríku, Brasilía, Argentína, Venesúela og Kólumbía eru með 4% VLF kökunni.

Ísland fellur undir flokkinn „önnur ríki“ í framsetningu How Much, en miðað við útreikninga Viðskiptablaðsins var hlutur Íslands í vergri landsframleiðslu í heiminum 0,022% og var VLF Íslands aðeins minni en í Kambódíu og Afganistan, en aðeins meiri en í Bosníu og Herzegovinu.